vinnvinn

finna fólk

Árangur og farsæld viðskiptavina og samstarfsaðila er lykilatriði í okkar velgengni og það sem við brennum fyrir. Við erum þekkt fyrir að skapa virði, veita faglega ráðgjöf og sérfræði­þekkingu.

Okkar metnaður er að viðskiptavinir kjósi okkur sem samstarfsaðila, því reynslan sýni að með okkur ná þeir bestum árangri.

Okkar velgengni felst í því að gera þitt starf auðveldara og farsælla.

Við búum yfir öflugu tengslaneti og höfum áratuga reynslu af því að byggja upp persónuleg sambönd, bæði við fyrirtæki og einstaklinga.

Við þekkjum markaðinn og fólkið. Við vitum að besta fólkið er oft viðkvæmt fyrir að sækja um störf, en við vitum hverjir það eru.

Matstæki á borð við getu- og hæfnipróf eða persónu­leikamat eru réttmætar og áreiðan­legar aðferðir til að meta hvort umsækjandi hafi þá eiginleika sem þarf til að ná árangri í tilteknu starfi. Við hjá Vinnvinn erum í samstarfi við SHL og Facet5 og notum þau matstæki sem henta best hverju sinni.

Við notum „raunhæf verkefni“ sem matstæki þegar það á við og fer þá form verkefnisins eftir eðli starfsins. Einnig notum við „matsmiðstöð“ (assessment center), en þá eru lögð fram raunhæf verkefni, umsækjandi settur í raunhæfar aðstæður og lögð eru fyrir önnur matstæki eins og þarf.

stjórnendur og sér­fræðingar

Fólk kemur til okkar vegna þess að við erum sérfræðingarnir, með áratugalanga reynslu í ráðningum og stjórnun. Með því að sameina okkar þekkingu á ólíkum atvinnugreinum, skilning á fólki og fyrirtækja­menningu og innsæi á markaði finnum við rétta starfsfólkið fyrir viðskiptavini.

Við höfum mikla reynslu og þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og beitum faglegum aðferðum við öll skref ráðningaferlisins.

Okkar þjónusta er heildstæð og felur í sér aðstoð allt frá skilgreiningu starfsins til ráðningarsamnings.

Hefðbundið ráðningarferli felur í sér eftirfarandi þætti:

  • Skilgreiningu starfs með fyrirtæki, þ.e. hvað felur starfið í sér, hvaða reynsla og þekking er nauðsynleg og/eða æskileg og hvaða persónulegu eiginleikum nýr starfsmaður þarf að búa yfir. Við rýnum þarfir fyrirtækisins og leiðbeinum út frá okkar reynslu og innsýn í markaðinn.
  • Öflun umsækjenda í gegnum auglýsingu á viðeigandi stöðum eða leit í gagnabanka okkar og tengslaneti.
  • Mat á umsækjendum í samræmi við starfsgreiningu. Í því geta falist stöðluð viðtöl, umsagnaleit, hæfnipróf og persónuleikapróf. Við mat á umsækjendum er stuðst við viðurkenndar aðferðir sem veita hámarks forspá um frammistöðu í starfi.

Við ráðleggjum með viðeigandi matsaðferðir hverju sinni og önnumst öll samskipti við umsækjendur og svörum þeim að ferli loknu.

Ef þess er óskað er einnig aðstoðað við gerð ráðningar­samninga og áætlanir um starfsþjálfun og móttöku hins nýja starfsmanns.

stjórnendaleit/ executive search

Við ráðningu í lykilstöður þarf stundum að nota óhefðbundnar aðferðir við að finna rétta fólkið. Þetta er okkar sérsvið.

Við höfum mikla reynslu af leit og ráðningum á þessu sviði og má segja að engin tvö tilfelli séu eins.

Reynsla, þekking og tengsl okkar við markaðinn gerir fyrirtækjum kleift að finna rétta aðilann í mikilvæga stöðu í fyrirtækinu án þess að auglýsa starfið.

opinberar ráðningar

Við höfum mikla reynslu af ráðningum í opinberar stöður. Við vinnum samkvæmt vel skilgreindu ferli þar sem stjórnsý­slureglum er fylgt í hverju skrefi, án þess að í nokkru sé slegið af faglegum kröfum um mat á umsækjendum.

Við höfum margra ára reynslu af því að vinna með ráðuneytum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum að því að ráða sérfræðinga og stjórnendur í lykilstöður. Auk þess höfum við setið í valnefndum vegna opinberra ráðninga.

Okkar nálgun byggir á ferli sem er hannað til að hámarka líkurnar á því að hæfasti umsækjandinn sé ráðinn, að rökstuðningur fyrir ákvörðunum liggi fyrir og líkur á þungum eftirmálum séu sem minnstar. Ferlið samþættir kröfur mannauðsstjórnunar og stjórnsýslu­reglna við þarfir vinnustaðarins.

Allt ferlið er unnið í náinni samvinnu við stjórnvaldið, allt frá hæfnigreiningu starfsins og þangað til niðurstaða fæst í málið. Helstu skref eru eftirfarandi:

  • Gerð starfsgreiningar.
  • Aðstoð við gerð auglýsingar og ráðgjöf varðandi birtingu.
  • Ráðgjafar upplýsa áhugasama einstaklinga sem þess óska um starfið.
  • Að loknum umsóknarfresti er mat lagt á umsóknir.
  • Viðtöl við valinn hóp umsækjenda tekin með verkkaupa.
  • Öflun umsagna.
  • Hagnýt verkefni eða próf lögð fyrir umsækjendur.

Við mat á umsækjendum er stuðst við viðurkenndar aðferðir sem veita hámarks forspá um frammistöðu í starfi.

framlínu- og skrif­stofu­fólk

Með faglegum aðferðum við mat og val á milli umsækjenda aukast verulega líkurnar á að finna rétta einstaklinginn í starfið.

Grundvöllur að vel heppnaðri ráðningu er vönduð skilgreining starfsins, þar með talið hvaða reynsla og þekking sé nauðsynleg og æskileg í starfið og hvaða persónulegum eiginleikum starfsfólk þarf að búa yfir.

Okkar sérstaða í ráðningum framlínu- og skrifstofufólks er mikil reynsla af íslenskum vinnumarkaði og að við höfum reynslu og burði til að taka að okkur stór mönnunar­verkefni. Jafnframt hefur Vinnvinn tengsl við alþjóðlegt ráðningarfyrirtæki sem gerir okkur kleift að leita að fólki víðar en á Íslandi.

Þegar um er að ræða framlínu- og skrifstofu­störf er oft jafn mikil áhersla á öflun umsækjenda og það að velja rétta einstaklinginn úr hópi umsækjenda. Við getum séð um ráðningarferlið frá A–Ö en getum jafnframt veitt þjónustu við hluta úr ráðningarferlinu, t.d. eingöngu öflun umsækjenda.

Við hjá Vinnvinn höfum bæði burði til og mikla reynslu af því að annast fjöldaráðningar fyrir fyrirtæki, þ.e. þegar ráða skal 10 eða fleiri til starfa á stuttum tíma. Þetta er ferli sem við sérsníðum eftir verkefni.

stjórnarseta

Í stjórn er mjög mikilvægt að hver og einn stjórnarmaður hafi viðeigandi menntun og reynslu sem nýtist fyrirtækinu, og að sameiginlega sem heild, sé stjórnin rétt samsett til að takast á við verkefni stjórnarinnar.

Við höfum mikla reynslu á þessu sviði og aðstoðum stór og smá fyrirtæki og tilnefninganefndir fyrirtækja þegar kemur að uppstillingu stjórnarmanna.