Já, þetta er „um okkur“ síðan.
En þetta snýst í raun og veru allt um þig.
Engu að síður erum við fólk sem hlakkar til að mæta í vinnuna alla daga vikunnar vegna þess að við elskum það sem við gerum. Hvernig er líka annað hægt þegar við á hverjum degi hittum áhugavert og metnaðarfullt fólk, hvort sem það eru umsækjendur eða viðskiptavinir. Og þegar við náum að tengja rétta fólkið við réttu störfin – Vinnvinn.
Orðspor okkar og virðing fyrir viðskiptavininum er og verður ávallt lykillinn að farsæld okkar og því leggjum við mikla áherslu á trúnað gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum.
Við búum yfir áratuga reynslu í ráðningum og stjórnun. Með því að sameina þekkingu okkar á ólíkum atvinnugreinum, greiningu á hæfni og persónuleika umsækjenda og stjórnenda og samspili við fyrirtækjamenningu finnum við rétta starfsfólkið fyrir viðskiptavini okkar.
Árangur og farsæld viðskiptavina og samstarfsaðila er lykilatriði í okkar velgengni og það sem við brennum fyrir. Við erum þekkt fyrir að skapa virði, veita faglega ráðgjöf og sérfræðiþekkingu.
Okkar metnaður er að viðskiptavinir kjósi okkur sem samstarfsaðila, því reynslan sýni að með okkur ná þeir bestum árangri.
Með skapandi nálgun og starfsgleðina að vopni leitum við sífellt betri leiða að bættum árangri fyrir samstarfsaðila okkar.
Við höfum þrjú grunngildi sem skilgreina hver við erum og hvað við gerum: Ástríða – Árangur – Sköpunargleði.
Auður er forvitin að eðlisfari og hefur alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegri hegðun. Metnaður, árangursdrift og lausnamiðuð hugsun eru eiginleikar sem drífa hana áfram í starfi. Það er því ekki tilviljun að hennar starfsferill hefur verið á sviði ráðninga og ráðgjafar. Auður hefur starfað við ráðningar frá árinu 1994 og aflað sér yfirgripsmikillar reynslu og þekkingar á íslensku atvinnulífi, veitt fjölda fyrirtækja, stofnana og stjórnsýslu ráðgjöf við val á starfsfólki, verkefnastýrt fjölda ráðningarverkefna, skimað þúsundir ferilskráa og komið að ráðningu hundruða einstaklinga í fjölbreytt störf. Auður hefur verið skipuð í fjölmargar ráðgefandi hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti hjá ráðuneytum og öðrum opinberum aðilum.
Einnig hefur hún starfað í valnefnd stjórnar Bankasýslu ríkisins vegna tilnefningar einstaklinga til setu í bankaráðum eða stjórnum fjármálafyrirtækja á forræði stofnunarinnar.
Ef þú þekkir bókina Outliers, The Story of Success, sem Malcolm Gladwell skrifaði þá veistu að til að skara fram úr og slá í gegn verður fyrst að erfiða, læra og þjálfa í 10.000 stundir. Hilmar hefur svo sannarlega gert það og gott betur því hann hefur starfað við ráðningar frá árinu 1998. Hans sérsvið er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Hilmar hefur byggt upp gríðarlega gott tengslanet og mikla reynslu á markaði. Hann hefur áunnið sér góð tengsl við íslenska stjórnendur og fagfjárfesta sem eru að leita að stjórnendum.
Hann hefur starfað fyrir fjöldann allan af fyrirtækjum í öllum atvinnugeirum og á opinberum markaði, komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra strærstu fyrirtækja landsins og ráðningu starfsmanna í stærri sem minni fyrirtækjum. Einnig hefur Hilmar mikla reynslu af vinnu fyrir stór íslensk fyrirtæki á alþjóðamörkuðum.
Jensína hóf störf við ráðningar árið 1997 þegar hún kom að stofnun Ráðningarþjónustu Gallup, síðar Capacent, þar sem Auður og Hilmar störfuðu um árabil. Jensína hefur verið viðloðandi stjórnun og starfsmannamál – þar á meðal ráðningar – allar götur síðan, síðast sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015–2018, framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010–2015 og forstöðumaður sölu á einstaklingssviði Símans 2007–2010.
Jensína hefur mikla reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu og þekkir mjög vel hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli í framgangi fyrirtækja. Hún hefur unnið með og stýrt teymum stjórnenda í Skandinavíu, Asíu, Norður-Ameríku og Austur-Evrópu og tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda viðsvegar um heiminn. Hún hefur mjög sterk tengsl við atvinnulífið á Íslandi og er í stjórn Haga og Íslandssjóða auk þess að vera formaður tilnefningarnefndar Símans og VÍS.
Garðar Óli er með B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist með meistaragráðu í rekstri og stjórnun íþróttafélaga frá Molde University í Noregi árið 2021. Meistaraverkefni Garðars fól í sér úttekt á stjórnunarháttum íþróttasambanda á Íslandi en áður starfaði Garðar við rannsóknarvinnu og gagnagreiningu hjá Háskólanum í Reykjavík og við verkefnastjórn og markaðssetningu hjá Ungmennafélaginu Fjölni.
Margrét er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu í International Relations frá Nottingham University í Englandi árið 2009. Margrét starfaði áður sem mannauðs- og gæðastjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis en þar áður sem mannauðs- og gæðastjóri hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá starfaði Margrét áður sem Quality Agreement Specialist hjá Actavis.